Public deli
Public deli

Fréttir

Tvö með Albatross - annar kylfingurinn fimmtán ára
Fimmtudagur 4. júlí 2024 kl. 12:51

Tvö með Albatross - annar kylfingurinn fimmtán ára

Viktoría Vala Hrafnsdóttir, 15 ára kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni gerði sér lítið fyrir og fékk Albatross á 4. braut á Garðavelli á Akranesi í gær. Viktoría var að leika til úrslita í Landsbankamótaröðinni 2024 hjá klúbbnum.

Fjórða brautin er 359 metra löng af rauðum teig og er par 5. Eftir frábært upphafshögg átti hún um 140 metra eftir sem hún sló með 6 járni í nokkrum mótvindi og þaðan fór boltinn í holuna.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Það eru fáir kylfingar sem ná Albatross á hverju ári. Þetta var þó annar á þessari golftíð því Jökull Þorri Sverrisson náði einnig þessu afreki fyrir nokkrum dögum á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Hann gerði þetta á 13. braut sem er par 5 en eftir langt upphafshögg (280 m) setti hann næsta högg af 166 metrum með 6-járni í holu.