Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Úlfar opnaði Íslandsmótið í golfi 2025
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 7. ágúst 2025 kl. 19:00

Úlfar opnaði Íslandsmótið í golfi 2025

„Það er heiður að fá að slá upphafshögg Íslandsmótsins, ég mun fylgjast spenntur með. Ég held að von sé á æsispennandi móti,“ segir Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi.

Úlfar sló þetta fyrsta högg mótsins í logninu á Hvaleyrarvelli, hans gamla heimavelli. Úlfar varð fyrst Íslandsmeistari þegar hann vann á Hólmsvelli í Leiru 1986, þá aðeins 17 ára gamall og vann titilinn sex sinnum á árunum 1986-1992.

Úlfar var kjörinn kylfingur aldarinnar þegar það var gert árið 2000. Árið 2019 var Úlfar sæmdur gullmerki Golfsambands Íslands, fyrir störf hans í þágu íþróttarinnar og hans farsæla golfferil.

Örninn 2025
Örninn 2025

Karen Sævarsdóttir, áttfaldur Íslandsmeistari, sem sló fyrsta höggið 2024, var einnig viðstödd setningu mótsins, ásamt mörgum af stólpum íslensku golfhreyfingarinnar.

Hér eru nokkrar myndir frá golf.is frá því í morgun en Úlfar mun mæta í Hvaleyrina á morgun og taka ýtarlegra spjall við Kylfing og rifja upp eftirminnilegasta Íslandsmeistaratitilinn.

Einbeitningin skein úr...

... andliti Úlfars og ekki af sökum að spyrja...

...glæsilegt upphafshögg Íslandsmótsins í höggleik 2025.