Fréttir

Unglingamótaröð GSÍ fór fram á Akureyri um helgina
Markús Marelsson sigraði í sínum flokki á Akureyri
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 20. júlí 2021 kl. 11:05

Unglingamótaröð GSÍ fór fram á Akureyri um helgina

Jaðarsmótið fór fram um liðna helgi við frábærar aðstæður á Jaðarsvelli á Akureyri.

Mótið er hluti af unglingamótaröð GSÍ og sá Golfklúbbur Akureyrar um framkvæmd mótsins.

Alls voru 125 keppendur og að venju var keppt í fjórum aldursflokkum.

Sigurvegarar helgarinnar eru: Fjóla Margrét Viðarsdóttir (GS), Markús Marelsson (GK), Perla Sól Sigurbrandsdóttir (GR), Gunnlaugur Árni Sveinsson (GKG), Nína Margrét Valtýsdóttir (GR, Mikael Máni Sigurðsson (GA) og Arnór Daði Rafnsson (GM)

Nánari umfjöllun um mótið á golf.is