Fréttir

Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 20. júlí 2020 kl. 22:00

Unglingarnir létu erfiðar aðstæður ekki stöðva sig í Grafarholtinu

Reykjavík Junior Open mótið kláraðist í gær en mótið var þriðja mót sumarsins á Unglingamótaröðinni. Erfiðar aðstæður á laugardeginum gerði keppendum erfitt fyrir en í gær voru frábærar aðstæður og gátu þá efnilegustu unglingar landsins sýnt sínar bestu hliðar.

Alls voru 130 keppendur frá öllu landinu en allir kylfingar 21 árs og yngri höfðu þátttökurétt.

Keppt var í samtals sjö flokkum, fjórum strákaflokkum og þremur stelpuflokkum.

Verðlaunahafa í öllum flokkum má sjá hér að neðan. Öll nánari skor má nálgast hérna.

Stúlkur 14 ára og yngri:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR, 155 högg
2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS, 167 högg
3. Helga Signý Pálsdóttir GR, 171 högg

Piltar 14 ára og yngri:

1. Veigar Heiðarsson GA, 144 högg
2. Hjalti Jóhannsson GK, 150 högg
3.-4. Elías Ágúst Andrason GR, 154 högg
3.-4. Skúli Gunnar Ágústsson GA, 154 högg

Stúlkur 15-16 ára:

1. María Eir Guðjónsdóttir GM, 156 högg
2. Nína Margrét Valtýsdóttir GR, 158 högg
3. Katrín Sól Davíðsdóttir GM, 159 högg

Strákar 15-16 ára:

1. Bjarni Þór Lúðvíksson GR, 149 högg
2. Óskar Páll Valsson GA, 150 högg
3. Jóhannes Sturluson GKG, 151 högg

Stúlkur 17-18 ára:

1. Kristín Sól Guðmundsóttir GM 169 högg

Strákar 17-18 ára:

1. Logi Sigurðsson GS, 151 högg
2. Mikael Máni Sigurðsson GA, 152 högg
3. Björn Viktor Viktorsson GL, 154 högg

Strákar 19-21 ára:

1. Bjarki Steinn L. Jónatansson GK, 166 högg
2. Anton Elí Einarsson GB, 168 högg
3. Finnbogi Steingrímsson GÖ, 179 högg