Fréttir

Úrtökumótin: Fór holu í höggi í 9. skiptið
Josh Geary.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 16. nóvember 2019 kl. 19:54

Úrtökumótin: Fór holu í höggi í 9. skiptið

Lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröð karla fer fram um þessar mundir á Lumine golfsvæðinu á Spáni.

Á öðrum hringnum mátti heyra mikil fagnaðarlæti á Lakes vellinum þegar Nýsjálendingurinn Josh Geary gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. holu vallarins.

Sigurður Elvar Þórólfsson hjá Golfsambandinu var einn af þeim fyrstu á svæðið og náði mynd af kappanum sem var að vonum ánægður með höggið.

Geary tjáði Sigurði að þetta væri í níunda skiptið sem hann færi holu í höggi. Eftir tvo hringi í mótinu er Geary jafn í 65. sæti á höggi undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.