Fréttir

Úrtökumótin: Haraldur búinn með annan hringinn
Haraldur Franklín Magnús.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 9. nóvember 2019 kl. 11:51

Úrtökumótin: Haraldur búinn með annan hringinn

Haraldur Franklín Magnús GR er búinn með tvo hringi á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fer fram á Alenda golfsvæðinu á Spáni.

Haraldur hefur leikið fyrstu tvo hringina á fjórum höggum yfir pari í heildina og er þessa stundina jafn í 44. sæti.

Blaðamaður Kylfings hafði samband við Harald á föstudaginn eftir að mótshaldarar höfðu frestað leik vegna veðurs og þá tjáði hann undirrituðum að ekki væri víst hvort hann myndi klára þriðja hringinn í dag.

20 kylfingar komast áfram á lokastigið að fjórum hringjum loknum. Eins og staðan er núna er Haraldur einungis fjórum höggum frá 18. sæti og því í fínum málum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.