Fréttir

Úrtökumótin: Haraldur í kjörstöðu fyrir lokahringinn í Austurríki
Haraldur Franklín Magnús.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 20. september 2019 kl. 16:29

Úrtökumótin: Haraldur í kjörstöðu fyrir lokahringinn í Austurríki

Haraldur Franklín Magnús lék í dag þriðja og næst síðasta hringinn á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem haldið er í Austurríki dagana 18.-21. september.

Haraldur lék á 5 höggum undir pari á hring dagsins og hélt þar með uppteknum hætti frá fyrri keppnisdögum en hann er á 15 höggum undir pari eftir hringina þrjá.

Á hringnum í dag fékk Haraldur alls sex fugla og einn skolla en hann hefur einungis fengið fjóra skolla á fyrstu 54 holum þessa móts.

Á morgun kemur í ljós hvaða 20 kylfingar komast áfram á 2. stig úrtökumótanna en eins og staðan er eftir þrjá hringi þá er Haraldur 8 höggum betri en kylfingarnir í 20. sæti og situr í 2. sæti.

Takist Haraldi að leika á pari eða betra skori á morgun verður að teljast ansi líklegt að hann komist áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.