Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Úrtökumótin: Ragnar og Andri saman í holli í Þýskalandi
Andri Þór Björnsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 22:18

Úrtökumótin: Ragnar og Andri saman í holli í Þýskalandi

Dagana 10.-13. september fara fram 1. stigs úrtökumót fyrir Evrópumótaröð karla í Svíþjóð og Þýskalandi. Sjö íslenskir kylfingar eru með í mótunum tveimur en alls munu 11 Íslendingar reyna fyrir sér í úrtökumótunum í ár.

Í Þýskalandi leika þeir Andri Þór Björnsson, Ragnar Már Garðarsson, Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Aron Júlíusson og Bjarki Pétursson. Keppt er hjá Fleesensee golfklúbnum og hafa íslensku kylfingarnir undirbúið sig saman fyrir mótið síðustu daga.

Rástímar fyrstu tveggja hringjanna eru klárir og verða þeir Andri Þór og Ragnar Már saman í holli en þeir fara af stað klukkan 8:50 að staðartíma á morgun (6:50 að íslenskum tíma).

Rástímar íslenska hópsins:

6:50: Andri Þór Björnsson og Ragnar Már Garðarsson
7:00: Axel Bóasson
7:10: Rúnar Arnórsson
7:50: Aron Snær Júlíusson
8:00: Bjarki Pétursson

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í Þýskalandi.

Aron Bergsson reynir einnig fyrir sér í úrtökumótunum í ár í fyrsta skiptið á ferlinum. Aron er búsettur í Svíþjóð og ætlar að reyna fyrir sér í Arlandastad í heimalandinu næstu daga. Hann fer út klukkan 9:40 að staðartíma en hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í Svíþjóð.

Búið er að gefa það út fyrir mótin að 20% keppenda komast áfram úr hverju móti. Alls keppa 57 kylfingar í Svíþjóð samanborið við 84 kylfinga í Þýskalandi og því komast fleiri áfram í Þýskalandi.


Aron Bergsson.


Aron Snær Júlíusson.


Axel Bóasson.


Bjarki Pétursson.


Rúnar Arnórsson.


Ragnar Már Garðarsson.