Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Valdís: Blendnar tilfinningar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 15. mars 2020 kl. 10:59

Valdís: Blendnar tilfinningar

Valdís Þóra Jónsdóttir GL endaði í 7. sæti á Investec SA Women's Open sem kláraðist á laugardaginn á Evrópumótaröð kvenna.

Um var að ræða einn besta árangur Valdísar á mótaröðinni en þrátt fyrir það upplifði hún blendnar tilfinningar þar sem niðurstaðan hefði getað orðið enn betri.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Mótinu í Suður-Afríku lauk í gær og ég endaði í 7. sæti. Smá blendnar tilfinningar, ánægð að vera í topp-10 en svekkjandi að hafa ekki spilað betur á seinni níu og nýtt eitthvað af þessum færum sem ég var í,“ sagði Valdís á Facebook síðu sinni.

„Tvö þrípútt orsökuðu tvö „skítabogey“ og þar við sat. Spilamennskan var heilt yfir góð og hlutirnir sem ég hef verið að vinna í eru allir farnir að detta í réttar skorður.“


Skorkort Valdísar í mótinu.

Valdís heldur nú heim en búið er að fresta næsta móti á Evrópumótaröðinni sem átti að fara fram í Sádí-Arabíu um næstu helgi. Samkvæmt plani á næsta mót á mótaröðinni að fara fram dagana 7.-9. apríl í Frakklandi en auðvitað er óvissa um framhaldið.

„Ég er á heimleið núna en mótinu í Sádí Arabíu sem átti að hefjast á fimmtudag hefur verið frestað um ókomna tíð. Þannig er jú bara staðan og heilsa allra í forgangi. Ekki mikið hægt að svekkja sig eða pirra sig yfir því enda engan veginn í manns eigin höndum.

Eins og staðan er er næsta mót á Evróputúrnum í maí, það verður vonandi búið að ná tökum á þessari veiru þá.“