Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Valdís jöfn í 67. sæti þegar úrtökumótið er hálfnað
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 24. ágúst 2019 kl. 09:52

Valdís jöfn í 67. sæti þegar úrtökumótið er hálfnað

Valdís Þóra Jónsdóttir GL er jöfn í 67. sæti eftir tvo hringi á úrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina. Um er að ræða fyrsta stig úrtökumótanna af þremur.

Eftir tvo hringi í mótinu er Valdís á höggi yfir pari í heildina en skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Örninn 2025
Örninn 2025

Eins og sést hefur Valdís leikið frekar stöðugt golf til þessa en hún hefur einungis fengið fimm skolla og fjóra fugla á fyrstu 36 holunum.

Leikið er á þremur völlum í mótinu og verður skorið niður eftir þrjá hringi. Þeir kylfingar sem halda áfram í gegnum niðurskurðinn leika svo fjórða hringinn á sunnudaginn og berjast þá um að minnsta kosti 60 laus sæti á næsta stig.

Vellirnir sem keppt er á eru Palmer og Dinah Shore vellirnir hjá Mission Hills golfklúbbnum og Faldo völlurinn hjá Shadow Ridge golfklúbbnum en þeir eru allir staðsettir í Kaliforníu. Valdís hefur spilað fyrstu tvo hringina á Dinah og Palmer vellinum og leikur á Faldo vellinum í dag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.