Fréttir

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn í Taílandi á pari
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 20. júní 2019 kl. 10:35

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn í Taílandi á pari

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék í dag fyrsta hringinn á Ladies European Thailand meistaramótinu á 72 höggum eða á pari vallarins. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Á hring dagsins fékk Valdís þrjá skolla og þrjá fugla en hún hóf leik á 10. teig og var í holli með Sian Evans frá Englandi (+5) og heimakonunni Mookharin Ladgratok (+4). 

Eftir fyrsta keppnisdaginn er Valdís Þóra jöfn í 26. sæti í mótinu, fimm höggum á eftir Linu Boqvist frá Svíþjóð.

Annar hringur mótsins fer fram í nótt, föstudag, og fer Valdís út klukkan 1:20 eftir miðnætti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.