Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís Þóra mætir til leiks á LPGA mótaröðinni
Valdís Þóra Jónsdóttir
Þriðjudagur 5. febrúar 2019 kl. 10:45

Valdís Þóra mætir til leiks á LPGA mótaröðinni

LPGA mótaröðin fer af stað að nýju á fimmtudaginn þegar ISPS Handa Vic Open mótið hefst. Mótið fer fram í Ástralíu og er leikið á 13th Beach Golf Links vellinum.

Valdís Þóra Jónsóttir verður á meðal keppenda í mótinu en hún mun leika á nokkrum mótum í Ástralíu næstu vikurnar.

Hún mun hefja leik klukkan 13:40 að staðartíma, sem er 2:40 um nótt að íslenskum tíma, og byrjar hún á 10. teig. Með henni í holli eru þær Ingrid Gutierrez Nunez frá Mexíkó og Charlotte Thomas frá Englandi.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála hérna.