Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís Þóra með í Frakklandi
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Miðvikudagur 22. maí 2019 kl. 22:38

Valdís Þóra með í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur á morgun, fimmtudag, leik á Jabra Ladies Open mótinu sem er hluti af LET og LET Access mótaröðunum í golfi. 

Mikið er í húfi í móti vikunnar en tveir efstu kylfingar mótsins að þremur hringjum loknum öðlast þátttökurétt á Evian Championship, einu af risamótunum fimm í kvennagolfinu.

Jabra Ladies Open fer fram í Frakklandi og er skorið niður eftir tvo hringi. Í fyrra lék Valdís í þessu sama móti en komst þá ekki í gegnum niðurskurðinn.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)