Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís Þóra reynir við LPGA mótaröðina
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Þriðjudagur 18. september 2018 kl. 10:00

Valdís Þóra reynir við LPGA mótaröðina

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir mun spreyta sig í úrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina sem fer fram dagana 13.-18. október á Plantation golfvellinum í Flórída. 

Um er að ræða 2. stigs úrtökumót en Valdís komst beint inn í það mót og slapp við fyrsta stigið sem fram fór í ágúst.

Samkvæmt golf.is er Valdís nú þegar mætt til Bandaríkjanna til að undirbúa sig og verður hún þar fram að úrtökumótinu.

Takist Valdísi að enda í einu af 15-25 efstu sætunum í úrtökumótinu kemst hún í lokaúrtökumótið þar sem 45 kylfingar öðlast þátttökurétt á LPGA mótaröðinni fyrir tímabilið 2019.

Undanfarin ár hefur Valdís Þóra einbeitt sér að LET mótaröðinni í Evrópu með fínum árangri. Í ár er hún í 27. sæti stigalistans og því örugg með sæti á mótaröðinni á næsta ári. LPGA mótaröðin er hins vegar stærsta mótaröð heims og er verðlaunafé mótanna töluvert hærra en í Evrópu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)