Fréttir

Veðbankar spá Koepka sigri á Opna bandaríska meistaramótinu
Brooks Koepka.
Þriðjudagur 21. maí 2019 kl. 21:00

Veðbankar spá Koepka sigri á Opna bandaríska meistaramótinu

Eftir að hafa unnið fjögur af síðustu átta risamótum kemur eflaust fæstum á óvart að veðbankar spái Brooks Koepka sigri á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst eftir rúmar þrjár vikur.

Koepka hefur unnið mótið síðustu tvö árin. Árið 2017 var leikið á Erin Hills vellinum og í fyrra var leikið á Shinnecock Hills vellinum. Mótið fer fram á Pebble Beach vellinum að þessu sinni. Síðast þegar mótið fór fram þar vann Graeme McDowell.

Veðbankar gefa Koepka stuðulinn 6/1 sem þýðir að leggir þú 1.000 krónur undir færðu 6.000 krónur borgað vinni hann mótið. Rétt á eftir Koepka kemur Dustin Johnson með stuðulinn 7/1 og næstur á eftir honum kemur Tiger Woods (14/1).

Rúnar Arnórsson
[email protected]