Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Verðlaunafénu deilt jafnt á alla keppendur Players mótsins
Hideki Matsuyama.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 13. mars 2020 kl. 19:56

Verðlaunafénu deilt jafnt á alla keppendur Players mótsins

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að Players mótinu á PGA mótaröðinni var aflýst stuttu eftir að kylfingar kláruðu fyrsta hring mótsins á fimmtudaginn.

Hideki Matsuyama byrjaði manna best í mótinu en hann jafnaði vallarmetið á TPC Sawgrass vellinum á fyrsta keppnisdegi þegar hann kom inn á 9 höggum undir pari. Matsuyama var með tveggja högga forystu á næstu kylfinga og líklegur til að vinna sitt sjötta mót á PGA mótaröðinni.

Örninn 2025
Örninn 2025

Matsuyama verður hins vegar að bíða aðeins lengur eftir þeim áfanga en hann fær jafn hátt verðlaunafé og neðsti maður mótsins. Þetta staðfesti framkvæmdastjóri mótaraðarinnar, Jay Monahan, á föstudag en helmingi verðlaunafé mótsins verður deilt jafnt niður á alla keppendur.

Alls voru 15 milljónir dollara í húfi í heildina og var því 7,5 milljónum deilt niður á 144 keppendur sem gera 52.083 dollara á leikmann.

Ljóst er að verðlaunafé mótsins skiptir litlu máli í stóra samhenginu en óvíst er hvenær leikið verður næst á PGA mótaröðinni. Nú þegar er búið að fresta næstu mótum, þar á meðal Masters mótinu.