Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Víðir Steinar og Lilja Maren Akureyrarmeistarar í golfi 2025
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 14. júlí 2025 kl. 17:00

Víðir Steinar og Lilja Maren Akureyrarmeistarar í golfi 2025

Flestir ef ekki allir golfklúbbar landsins tala um meistaramót en Akureyringar hafa alltaf talað um Akureyrarmótið í golfi. Akureyrarmeistarar árið 2025 sem jafngildir að sjálfsögðu að vera klúbbmeistari, voru þau Víðir Steinar Tómasson og Lilja Maren Jónsdóttir.

Víðir Steinar tryggði sér sigur með frábærum lokahring en þá lék hann á 71 höggi, var fimm höggum á eftir Vali Snæ Guðmundssyni sem leiddi eftir þrjá daga, en Valur náði sér ekki nægjanlega vel á strik á lokadeginum og spilaði á 77 höggum. 

Svona var röð efstu þriggja í meistaraflokki karla:

Örninn 2025
Örninn 2025

Víðir Steinar Tómasson 294 högg

Valur Snær Guðmundsson 295 högg

Tumi Hrafn Kúld 298 högg

Hjá konum var minni spenna, Lilja Maren Jónsdóttir vann með tíu högga mun en svona var röð þriggja efstu í meistaraflokki karla:

Lilja Maren Jónsdóttir 314 högg

Björk Hannesdóttir 324 högg

Kara Líf Antonsdóttir 324 högg

Akureyrarmótið í golfi - úrslit í öllum flokkum