Fréttir

Vinsælasta reglan vegna misskilnings?
Föstudagur 24. apríl 2020 kl. 09:48

Vinsælasta reglan vegna misskilnings?

Við skoðun á reglum sem í gildi eru víða erlendis vegna Covid-19 er mjög almennt að engar hrífur séu í glompum, allar boltaþvottavélar séu teknar inn og reynt sé að fækka sameiginlegum snertiflötum. Svo segir á ensku 'the cup shall be raised so the ball can be retrieved from the hole without touching the pin'. Það þýðir að ætlast er til þess holan sé grynnkuð en ekki að bollanum sé lyft uppúr holunni.

Ein af ófrávíkjanlegu reglum GSÍ sem mest hefur pirrað kylfinga nú á vordögum er sú að ekki sé hægt að koma boltanum í holu sem gerir alla velli ógilda til forgjafarleiks, virðist byggð á misskilningi. Þegar talað er um „raise the cup“ er átt við að grynna botninn, en ekki lyfta bollanum úr holunni. Grynna má botninn með því að nota svamp eða snúa bollanum við í holunni.

Nokkurrar óánægju gegnir með að golfskálar séu lokaðir sums staðar en eru flokkaðir sem veitingahús annars staðar og því opnir. Furðulegir tímar í golfinu sem sætir mjög hörðun reglum meðan hægt er að spila Frisbígolf eða Folf án allra takmarkana