Örninn 21 járn
Örninn 21 járn

Fréttir

VITAgolf býður lengri golfferðir til Tenerife
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 3. maí 2021 kl. 22:16

VITAgolf býður lengri golfferðir til Tenerife

„Við höfum fundið fyrir meiri eftirspurn en áður eftir lengri golfferðum. Við viljum svara henni og höfum því sett upp golfferðir allt frá einni viku upp í 6 vikur til Golf del Sur á Tenerife og bjóðum á frábæru verði,“ segir Peter Salmon hjá VITAgolf.


Peter segir ánægjulegt að bólusetningar gangi vel og ljóst sé að íslenskir kylfingar þyrsti í golf og sól næsta haust og vetur. Í þessum lengri ferðum er ótakmarkað golf daglega eða annan hvern dag í boði. Flogið er með Icelandair og gist á Royal Tenerife Country Club í göngufæri frá golf klúbbhúsinu. Ferðirnar eru í boði frá september og er hægt að bóka allt fram í mars 2022. Flogið er tvisvar í viku á milli Íslands og Spánar.

Sólning
Sólning

Royal Tenerife Country Club er með huggulegum íbúðum sem eru ýmist með einu eða  tveimur svefnherbergjum. Við gististaðinn eru 3 útisundlaugar, ein vel upphituð og góður sundlaugagarður, sundlaugarbar sem býður upp á bæði mat og drykki. Þá er þarna lítill supermarkaður og kaffihús er á staðnum, lítil líkamsræktarstöð, tennisvöllur og borðtennisaðstaða. Stutt frá býður San Blas torgið upp á fjölmörg veitingahús, bari og verslanir.

Nánar um gistinguna hér. 

Nánar á heimasíðu VITAgolf hér. 

Örninn járn 21
Örninn járn 21