Fréttir

Westwood leiðir fyrir lokahringinn á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
Lee Westwood. Mynd: Getty Images.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 18. janúar 2020 kl. 16:49

Westwood leiðir fyrir lokahringinn á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu

Englendingurinn Lee Westwood er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í golfi.

Westwood sló eitt af höggum helgarinnar þegar hann sló annað höggið sitt nálægt holu á par fimm holunni þeirri áttundu. Hann fylgdi því eftir með erni og lék hringinn á 65 höggum.

Fyrir lokahringinn er Westwood á 14 höggum undir pari, höggi á undan Bernd Wiesberger og Francesco Laporta sem leiddi eftir tvo hringi.

Takist Westwood að vinna á morgun verður það í 25. skiptið sem Englendingurinn magnaði fagnar sigri á Evrópumótaröðinni. 

Efsti kylfingur heimslistans, Brooks Koepka, lék þriðja hringinn á tveimur höggum undir pari og er á 5 höggum undir pari fyrir lokahringinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

202 högg L Westwood (Eng) 69 68 65,
203 högg B Wiesberger (Aut) 69 69 65, F Laporta (Ita) 71 63 69,
204 högg M Fitzpatrick (Eng) 68 67 69,
205 högg K Kitayama (USA) 67 70 68, S Garcia (Esp) 67 69 69,