Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

  • Wiesberger valinn kylfingur maí mánaðar á Evrópumótaröð karla
    Bernd Wiesberger.
  • Wiesberger valinn kylfingur maí mánaðar á Evrópumótaröð karla
Þriðjudagur 11. júní 2019 kl. 15:25

Wiesberger valinn kylfingur maí mánaðar á Evrópumótaröð karla

Bernd Wiesberger var á mánudaginn valinn kylfingur maí mánaðar á Evrópumótaröð karla eftir sinn fyrsta sigur á mótaröðinni frá árinu 2017.

Sigurinn kom á Made in Denmark mótinu þar sem Íslendingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson var meðal annars meðal keppenda.

Wiesberger hlaut 44% allra atkvæða í kosningunni og hafði betur gegn Svíanum Marcus Kinhult (30%), Englendingnum Matt Wallace og Finnanum Mikko Korhonen.