Fréttir

Wolff og Hovland gerast atvinnumenn
Matt Wolff.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 8. júní 2019 kl. 14:00

Wolff og Hovland gerast atvinnumenn

Tveir bestu áhugakylfingar síðustu ára, Viktor Hovland og Matthew Wolff, tilkynntu í vikunni að þeir ætluðu að gerast atvinnukylfingar nú stuttu eftir að háskólagöngu þeirra í Bandaríkjunum er lokið.

Báðir léku þeir með Oklahoma State skólanum og áður en þeir gerðust atvinnumenn voru þeir í efstu tveimur sætum heimslista áhugamanna í golfi.

Hovland sigraði á Opna bandaríska áhugamannamótinu og var efsti áhugakylfingurinn á Masters mótinu í apríl.

Wolff hefur nú þegar leikið á mótum á PGA mótaröðinni en hann var valinn kylfingur ársins í háskólagolfinu eftir að hafa unnið NCAA meistaramótið.

Fyrsta mót strákanna sem atvinnumenn verður á Travelers Championship mótinu eftir tvær vikur.