Fréttir

Woods á pari eftir tvo hringi
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 14. júní 2019 kl. 22:36

Woods á pari eftir tvo hringi

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er á pari eftir tvo hringi á Opna bandaríska mótinu sem fer fram um þessar mundir á Pebble Beach vellinum í Kaliforníu.

Woods, sem lék fyrsta hringinn á fimmtudaginn á höggi undir pari, kom inn á höggi yfir pari í dag.

Annar hringurinn byrjaði vel hjá Woods sem fékk fugl strax á 11. holu eftir að hafa byrjað á 10. holu. Við tóku 14 holur áður en Woods fékk eitthvað annað en par en hann lauk leik með því að fá skolla á 8. og 9. holu. Niðurstaðan var því 72 högg eða högg yfir pari.

Þegar fréttin er skrifuð er Woods jafn í 34. sæti í mótinu og er sjö höggum á eftir Justin Rose sem leiðir á 7 höggum undir pari. Rose lék annan hringinn á höggi undir pari eftir að hafa verið í forystu á fimmtudaginn.

Annar keppnisdagur mótsins er enn í gangi. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.