Fréttir

Woods feðgarnir leika saman í móti
Tiger og Charlie Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 19. nóvember 2020 kl. 19:31

Woods feðgarnir leika saman í móti

Tiger Woods og sonur hans Charlie Woods verða á meðal keppenda á PNC meistaramótinu sem fer fram í Orlando dagana 17.-20. desember næstkomandi.

Mótið bar áður heitið Father/Son Challenge og eins og nafnið gefur til kynna keppa feðgar um titilinn á hverju ári. Þar að auki hafa þekktir kylfinar á LPGA mótaröðinni spilað með og verða þau Annika Sörenstam og David Duval til að mynda saman í liði í ár.

Á meðal þekktra kylfinga sem taka þátt í mótinu í ár ber helst að nefna Jim Furyk, Justin Thomas, John Daly, Greg Norman, Vijay Singh, Padraig Harrington og Gary Player í ár og þá sigruðu Langer feðgarnir í fyrra og hafa því titil að verja.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Woods spilar í mótinu en hann mun spila með hinum 11 ára gamla Charlie sem hefur staðið sig vel í barnamótum í Flórída á undanförnum mánuðum. Hann er þó ekki enn búinn að ná pabba sínum en að sögn Tiger styttist í það.

„Ég vinna hann... allavega ennþá,“ sagði Tiger. „Hann er að komast meira inn í leikinn. Hann er að byrja að átta sig á því hvernig á að spila. Hann er að spurja mig réttu spurninganna. Hann spilar á sínu pari og þannig keppum við gegn hvorum öðrum þannig það hefur verið virkilega gaman að spila og vera með honum. Þetta minnir mig mikið á mig sjálfan og pabba.“

Fyrrum sigurvegarar á PNC meistaramótinu:

1995 – Raymond Floyd and Raymond Floyd Jr.
1996 – Raymond Floyd and Raymond Floyd Jr.
1997 – Raymond Floyd and Raymond Floyd Jr.
1998 – Bob Charles and David Charles
1999 – Jack Nicklaus and Gary Nicklaus
2000 – Raymond Floyd and Robert Floyd
2001 – Raymond Floyd and Robert Floyd
2002 – Craig Stadler and Kevin Stadler
2003 – Hale Irwin and Steve Irwin
2004 – Larry Nelson and Drew Nelson
2005 – Bernhard Langer and Stefan Langer
2006 – Bernhard Langer and Stefan Langer
2007 – Larry Nelson and Josh Nelson
2008 – Larry Nelson and Drew Nelson
2012 – Davis Love III and Davis “Dru” Love IV

2013 – Stewart Cink and Connor Cink
2014 – Bernhard Langer and Jason Langer
2015 – Lanny Wadkins and Tucker Wadkins
2016 – David Duval and Nick Karavites
2017 – Angel Cabrera and Angel Cabrera, Jr.
2018 – Davis Love III and Davis “Dru” Love IV
2019 – Bernhard Langer and Jason Langer