Fréttir

Woods lék fyrsta hringinn á 69 höggum
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2020 kl. 09:03

Woods lék fyrsta hringinn á 69 höggum

Gestgjafinn Tiger Woods lék í gær fyrsta hringinn á Genesis Invitational mótinu á 2 höggum undir pari og er jafn í 17. sæti af 120 kylfingum. Einungis 41 kylfingur lék undir pari á fyrsta keppnisdegi á hinum frábæra Riviera golfvelli í Los Angeles.

Woods fór af stað með látum í mótinu en hann fékk örn strax á fyrstu holu. Woods sló þá annað höggið sitt inn á flöt á par 5 holu og setti niður frekar langt pútt fyrir erninum.


Skorkort Woods á fyrsta hringnum.

Eftir fyrri níu var Woods kominn á fjögur högg undir pari en honum fataðist aðeins flugið á seinni níu sem hann lék á 2 höggum yfir pari.

Eftir fyrsta hringinn er Woods fimm höggum á eftir Matt Kuchar í efsta sætinu en einungis tveimur höggum frá öðru sætinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.