Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Woods og Mickelson báðir með á Genesis Open
Phil Mickelson og Tiger Woods.
Laugardagur 9. febrúar 2019 kl. 12:00

Woods og Mickelson báðir með á Genesis Open

Bandaríkjamennirnir Phil Mickelson og Tiger Woods verða báðir með í móti, í fyrsta skiptið frá því þeir mættust í „The Match“ síðasta haust, þegar Genesis Open mótið fer fram dagana 14.-17. febrúar.

Mickelson tilkynnti í vikunni að hann ætlaði sér að spila í mótinu þrátt fyrir að hafa fyrr í ár greint frá því að hann ætlaði að sleppa mótinu og þá var hann með yfirlýsingar í haust eftir Ryder bikarinn um velli með þungan karga.

„Og ég er 48 ára. Ég ætla ekki að spila í mótum með karga á borð við þetta lengur, það er tímasóun,“ var meðal þess sem Mickelson sagði eftir Ryder bikarinn í haust og því kemur það töluvert á óvart að hann skuli vera með á hinum erfiða Riviera velli.

Hins vegar er kominn töluverður tími frá því að Woods staðfesti þátttöku sína í mótinu en það verður spennandi að sjá þessa tvo af bestu kylfingum allra tíma etja saman kappi í fyrsta sinn í rúma tvo mánuði.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is