Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Yngsta Alþjóðaliðið í sögu Forsetabikarsins
Joaquin Niemann er yngsti kylfingurinn í Alþjóðaliðinu, fæddur 7. nóvember 1998.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kl. 12:20

Yngsta Alþjóðaliðið í sögu Forsetabikarsins

Líkt og Kylfingur greindi frá fyrr í dag er Ernie Els búinn að tilkynna hvaða 12 kylfingar keppa fyrir hönd Alþjóðaliðsins í Forsetabikarnum í desember. Átta kylfingar spiluðu sig inn í liðið og Els tilkynnti svo í vikunni hvaða fjórir kylfingar bættust í hópinn.

Meðalaldur liðsins er rétt yfir 29 ár og greinir National Football Post frá því að um sé að ræða yngsta Alþjóðalið sögunnar. Fróðlegt verður að fylgjast með liðinu í desember en lið Bandaríkjanna hefur haft gríðarlega yfirburði í keppninni frá upphafi og sigraði til að mynda 19-11 í fyrra.

Aldur liðsmanna alþjóðlega liðsins:

Hideki Matsuyama (27 ára)
Adam Scott (39 ára)
Louis Oosthuizen (37 ára)
Marc Leishman (36 ára)
Abraham Ancer (28 ára)
Haotong Li (24 ára)
Cameron Smith (26 ára)
C.T. Pan (27 ára)
Adam Hadwin (32 ára)
Jason Day (31 árs)
Sungjae Im (21 árs)
Joaquin Niemann (21 árs)