Fréttir

Yngsti kylfingur sögunnar til að komast í gegnum niðurskurðinn á Áskorendamótaröðinni
Enhua Liu.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 19. október 2019 kl. 22:30

Yngsti kylfingur sögunnar til að komast í gegnum niðurskurðinn á Áskorendamótaröðinni

Liu Enhua varð í gær yngsti kylfingur sögunnar til þess að komast í gegnum niðurskurð á móti á Áskorendamótaröðinni.

Enhua lék fyrstu tvo hringi mótsins samtals á pari og komst nokkuð auðveldlega gegnum áfram. Niðurskurðurinn miðaðist við þá kylfinga sem voru á einu höggi yfir pari og betur. Strákurinn er aðeins 13 ára, 10 mánaða og 24 daga gamall.

Hann náði sér ekki á strik á þriðja hring mótsins en hann lék hann á 77 höggum og er í 63. sæti fyrir lokahringinn sem hefst í nótt.