Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins: Langer frægasti sem Birgir Leifur hefur spilað með
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 22. mars 2020 kl. 15:17

Kylfingur dagsins: Langer frægasti sem Birgir Leifur hefur spilað með

Birgir Leifur Hafþórsson er sigursælasti kylfingur Íslands, er sjöfaldur Íslandsmeistari og hefur sex sinnum farið holu í höggi. Hann er kylfingur dagins.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Margeir golfferð
Margeir golfferð

12 ára, Helgi Dan og Halldór Magg drógu mig með sér eftir fótboltaæfingu, eftir það var ekki aftur snúið. Ást við fyrstu sýn ;-) 

Helstu afrek í golfinu?

Hef spilað í 72 mótum á European tour, 7 íslandsmeistaratitlar og sigur á Challenge tour.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Missti 10 cm pútt í European tour móti, hitti ekki einu sinni holuna ;-) Var að klára eftir glompuhögg, þreif ekki kúluna og það var sandur á milli. Lærði mína lexíu og merki alltaf núna eftir glompuhögg og þríf kúluna. 

Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar? Já, 6 sinnum, tvisvar á Akureyri 11. og 14. holu, á gömlu 2. holu á Garðavelli, tvisvar á Challenge tour (Svíþjóð og Belgía), Korpa 6. hola á Sjónum.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með? Bernard Langer.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? Nei 

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?

Stöðugleika í púttum og vipp í kringum flatir

Hvernig er lífið og golfið núna á tímum Covid19?

Skrítið og minnir mann á hvað heimurinn er í raun berskjaldaður.  Ekkert golf nema einstaka sinnum í hermi með vinum. MBA nám á fullu og njóta þess að vera með fjöllunni ;-) 

Birgir Leifur Hafþórsson

Aldur: 

43

Klúbbur:GKG og GL

Forgjöf: +5 

Uppáhalds matur? Naut og bernaise 

Uppáhalds drykkur? Rauðvín með steikinni

Uppáhalds kylfingur (á Íslandi og erlendis:)? Beta sleggja og Tiger Woods 

Þrír uppáhaldsgolfvellir? Leopard creek GC South Africa, Bay Hill GC USA, Pleneuf Val Andre GC Frakkland

Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi? 3. holan á Ánni GR Korpa, 3. holan á Akranesi og 16. holan á GKG 

Erfiðasta golfholan? Á Íslandi 3. holan á Ánni GR Korpan, hvítir teigar.

Erfiðasta höggið? 30-40m glompuhögg yfir vatn 

Ég hlusta á? Allt mögulegt, fer eftir hvernig stemmningu ég er að leita af. Þessa dagana hef ég gaman að ferðast aftur í tímann og hlusta á ´80s og ´90s tónlist. 

Besta skor (hvar)? 58 (-14) á Garðavelli Akranesi

Besti kylfingurinn? Tiger

Golfpokinn: Titleist 

Dræver: Titleist D3 

Brautartré: Titleist

Járn: Titleist T100 

Fleygjárn: Vokey SM8

Pútter: Scotty Cameron

Hanski: FJ Dryjoys

Skór: Foot Joy 

Þriðja brautin á Ánni/Korpunni er erfiðust að mati Birgis Leifs.