Kylfukast

Kylfukast: Akraborgin
Laugardagur 16. janúar 2016 kl. 16:03

Kylfukast: Akraborgin

Það er mánudagseftirmiðdegi. Um borð í Akraborgina stígur farþegi sem helst er þekktur fyrir störf sín í golfhreyfingunni. Skipstjórinn er mikill áhugamaður um golf og fyrrverandi markakóngur af Skaganum. Skipstjórinn kannast við farþegann, hann ferðast reglulega með Boggunni.

„Æi ég veit það ekki og mér er alveg sama hvað honum finnst um mig og mín störf. Það sem mér finnst leiðinlegt í hans skrifum og bara almennt er að hann lýsir alltaf ákveðinni bölsýni og svartnætti sé framundan í íslensku golfi og dregur fram mynd af golfíþróttinni sem er bara alls ekki rétt…… Það hafa aldrei verið fleiri kylfingar í íþróttinni en núna“ segir farþeginn þegar skipstjórinn spyr hann um Kylfukastpistil sem farið hafði í loftið þá um helgina.

 „Þessi orð þín að golfklúbbarnir velta samtals 2 milljörðum og þú segir að íþróttina megi reka án opinbers stuðnings. Það sem hann rak augun í eru þessi orð þín að golfklúbbarnir velta samtals 2 milljörðum og þú segir að íþróttina megi reka án opinbers stuðnings, þú hefur kannski síðan leiðrétt þessi orð þín ef ég má setja innan gæsalappa en við hvað áttirðu með þessu? Þetta misskildist, ekki bara hjá Margeiri.“

Farþeginn er fljótur til svara, nánast eins og hann hafi mætt með handrit: „Það er mjög góð spurning og bara þörf umræða og greinilegt að einhverjum hefur verið strokið öfugt með þessum ummælum en það sem ég var að svara í þessu var spurning þess efnis hvort það væri hægt að reka golfklúbb án opinbers fjár. Svar mitt við því var já, enda eru margir klúbbar á Íslandi sem fá enga opinbera styrki eða litla opinbera styrki og þeir klúbbar sem ná að reka sig með sjálfbærum hætti þ.e. félagsmennirnir sjálfir eru að borga gjöld til klúbbsins og fá svo samstarfsaðila til liðs við sig mega bara vera hreyknir af því. Ég fer ekkert ofan af því. Hins vegar er alveg ljóst að það eru margir golfkúbbar sem gætu aldrei starfað í núverandi mynd … ef ekki nyti fyrir stuðnings sinna sveitarfélaga…. þetta virðist hafa farið öfugt ofan í pistlahöfund, en kannski bara misskildi hann svarið.“

„Er rekstur golfklúbbanna þyngri heldur en þú gerir þér grein fyrir?“

„Nei, það held ég ekki. Ég held að ég geri mér ágæta grein fyrir því hvernig golfklúbbar á Íslandi eru reknir. Þeir eru auðvitað misjafnir eins og þeir eru margir. Við erum með um 60 golfklúbba hér á landi og þeir minnstu eru að velta 2-3 milljónum, meðan sá stærsti er að velta tæpum 400 milljónum…..sumir eru að berjast í bökkum…. bara eins og íþróttafélög almennt….
Golfíþróttin hefur aldrei verið fjölmennari en núna…. það hefur gengið alveg stórkostlega undanfarin 10-15 ár. Engin ástæða til bölsýni.“

Golfáhugi skipstjórans er mikill og farþegar í Akraborginni fáir. Hann heldur áfram að spyrja farþegann spjörunum úr: „Þetta er mjög persónuleg óvild í þinn garð. Þið buðuð ykkur báðir fram á sama tíma sem forsetar Golfsambandsins og maður náttúrlega óhjákvæmilega veltir því fyrir sér hvort að hér skrifi einhver tapsár maður, en það er kannski alveg ekki svo einfalt því þetta er stjórnarmaður í stærsta golfklúbbi Íslands.

Farþeginn svarar á innsoginu:  „Uuuuuuhhhh já, það er rétt og það er svolítið það sem þú nefnir að hann sé stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, það er svolítið leiðinlegt finnst mér sko hvernig nafn Golfklúbbs Reykjavíkur er dregið inn í umræðuna þegar þessi maður skrifar pistla af því að hann er auðvitað bara að skrifa þarna í eigin nafni og innan Golfklúbbs Reykjavíkur starfar bara frábært fólk og það er mjög gott samstarf milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfsambands Íslands, þannig að þetta er kannski svona eins manns stjórnarandstaða sem þarna er að dúkka upp. En það er leiðinlegt hvernig Golfklúbbur Reykjavíkur er dreginn inn í þetta. Það er ekkert tilefni til þess. Þú spyrð um einhverja perónulega óvild, ég þekki það ekki heh heh, ég hef ekkert um Margeir Vilhjálmsson að segja sko, ég hef ekki orðið var við það að mér hafi einhverntíma lent eitthvað saman við hann, en hann má hafa þá skoðun á mér sem hann vill og má alveg básúna hana um öll torg hann gerir það bara en ég vil þó síður að hann sé að tala niður golfíþróttina á sama tíma...…… þegar neikvæð umræða um golf sérstaklega þegar hún á ekki rétt á sér nær eyrum eða augum fólks, lesenda fjölmiðla, þá hlýtur það að hafa neikvæð áhrif. Og það er mjög leiðinlegt, því það er ekkert tilefni til að vera með slíka umræðu.“

Á fundi hjá stjórnarandstöðunni er farið yfir ársskýrslur úr golfhreyfingunni. Stjórnarandstaðan hefur áhyggjur af rekstrarumhverfi golfklúbba.
Samkvæmt fjöldatölum í Ársskýrslu GSÍ fyrir árið 2015 fjölgar kylfingum á landsvísu um 66 frá árinu 2014.
Fjölgun skráðra kylfinga í GKG í flokki 13 ára og yngri frá árinu 2014 til 2015 er 262, vegna breyttrar aðferðafræði við skráningu í klúbbinn. Allir sem koma á námskeið eru nú skráðir í klúbbinn. Samkvæmt heimildum stjórnarandstöðunnar var sömu aðferðafræði beitt hjá GR og GK. Það hefur þó ekki fengist staðfest.
Samkvæmt ársreikningum dragast greidd félagsgjöld hjá GR saman um 5 milljónir milli áranna 2014 og 2015 og fullgreiðandi félögum fækkaði um 97. Félagsgjöld hjá GK drógust saman um 2 milljónir, en það fjölgar í klúbbnum. Hjá GKG fjölgar skráðum meðlimum 204. Fullgreiðandi fækkar um 60 og samdráttur í greiddum félagsgjöldum er 3 milljónir. Hækkun félagsgjalda milli ára var samt um 3-4% hjá þessum stærstu klúbbum landsins. Ef litið er til baka til hrunársins 2008, þá hefur félagsmönnum í GR fækkað um 222, Keilismönnum um 22. Félagsmönnum í GKG hefur fjölgað á móti um 463 - en virði meðaltalsfélagsgjaldsins hefur dregist saman um 20%, sem bendir til þess að alla fjölgunina sé að finna meðal félagsmanna sem ekki greiða full félagsgjöld.  
Samdráttur í slegnum boltum á stærstu æfingasvæðum landsins, Básum og Hraunkoti er um 50% á undanförnum árum. Svo vitað sé til er nú aðeins biðlisti í einn golfklúbb á landinu. Nesklúbbinn.
Ekki þótti ástæða til að nota eina einustu mínútu á Golfþingi til ræða málefni klúbbanna.

Skipstjórinn stígur frá borði. Akraborgin er komin í höfn. Hann stingur í vasann fargjaldagreiðslum dagsins. Hann ætlar að spila mikið golf í sumar. Þökk sé farþeganum góða. Bara hann myndi nafnið. Skiptir ekki öllu, en hann er alveg sláandi líkur Kim Jong Un.

Með golfkveðju,
Margeir Vilhjálmsson