Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

„Langur vetur að baki og allir tilbúnir að byrja tímabilið“
Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ.
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 18. maí 2022 kl. 10:20

„Langur vetur að baki og allir tilbúnir að byrja tímabilið“

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, um keppnishaldið í sumar

Fyrsta stóra mót ársins hjá afrekskylfingum okkar verður haldið um helgina þegar GSÍ mótaröðin hefst á Akranesi.

Á kynningarfundi Golfsambands Íslands um golfsumarið 2022 fór Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, yfir mótahald hér á landi í sumar.

Örninn 2025
Örninn 2025

Ólafur sagði mótaröðina samanstanda af sex mótum en hápunktar hennar eru Íslandsmótið í holukeppni sem að þessu sinni fer fram á Hlíðavelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar og sjálft Íslandsmótið í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum 4.-7. ágúst en síðan á síðasta ári eru bæði núverandi og fyrrverandi Íslandsmeistarar með keppnisrétt á Íslandsmótinu í golfi að því gefnu að þeir standist forgjafarkröfur.

B59 hótel mótið fer fram á Garðavelli Golfklúbbsins Leynis dagana 20.-22. maí og Leirumótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru Golfklúbbs Suðurnesja dagana 3.-5. júní. Hvaleyrarbikarinn fer fram á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis dagana 14.-16. júlí og þá verður mótaröðinni lokað þegar stigameistari GSÍ verður krýndur eftir Korpubikarinn á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur sem fram fer dagana 19.-20 ágúst.

Þá fór Ólafur Björn yfir helstu mótin á bæði unglingamótaröðinni og áskorendamótaröðinni þar sem kylfingar framtíðarinnar öðlast dýrmæta keppnisreynslu.

Kylfingur ræddi við Ólaf Björn um keppnishaldið og afreksmálin.