Fréttir

10 vinsælustu opnu mót ársins á Íslandi
Vinsælasta opna mót ársins fór fram á Hveragerði þar sem 226 kylfingar tóku þátt.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 4. desember 2020 kl. 14:30

10 vinsælustu opnu mót ársins á Íslandi

Golfsamband Íslands hefur tekið saman hvaða 10 mót voru þau vinsælustu á árinu 2020 á Íslandi. Opin golfmót hafa undanfarin ár verið vinsæll valkostur hjá íslenskum kylfingum og fóru á annað þúsund golfmót fram í ár.

Alls fengu sjö af tíu vinsælustu opnu golfmótunum yfir 200 keppendur. Vinsælasta mótið fór fram hjá Golfklúbbi Hveragerðis þar sem 226 keppendur spiluðu í lok júlí.

Golfklúbbur Akureyrar var með þrjú af 10 fjölmennustu opnu golfmótum ársins 2020 hér á landi eins og sjá má í listanum hér fyrir neðan. Golfklúbbur Borgarness var eini klúbburinn með tvö mót en aðrir klúbbar með minna.

Vinsælustu opnu mót ársins:

1. VITAgolf Open, Golfklúbbur Hveragerðis, 226 kylfingar
2. Arctic Open, Golfklúbbur Akureyrar, 224 kylfingar
3. Hjóna- og parakeppni Golfskálans, Golfklúbbur Akureyrar, 208 kylfingar
4. Höldur/KIA Open, Golfklúbbur Akureyrar, 204 kylfingar
5. Opna Ecco, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, 203 kylfingar
6. Opna Nettó, Golfklúbbur Borgarness, 202 kylfingar
7. Zo-on Open, Golfklúbburinn Oddur, 200 kylfingar
8. Icelandair Volcano Open, Golfklúbbur Vestmannaeyja, 196 kylfingar
9. Opna Icelandair-Hotels, Golfklúbbur Borgarness, 196 kylfingar
10. Opna Icelandair, Nesklúbburinn, 194 kylfingar