Fréttir

68 högg hjá Axel á Áskorendamótaröðinni
Axel Bóasson. Mynd: [email protected]
Fimmtudagur 6. september 2018 kl. 12:37

68 högg hjá Axel á Áskorendamótaröðinni

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús hófu í dag leik á Bridgestone Challenge mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Axel fór vel af stað og er í efri hlutanum.

Keilismaðurinn Axel lék hring dagsins á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann fékk alls tvo fugla, einn skolla og einn örn. Allt gerðist þetta á fyrstu 8 holunum áður en hann fékk 10 pör í röð.

Axel er þessa stundina jafn í 17. sæti en fjölmargir kylfingar eiga eftir að klára fyrsta hringinn.

Haraldur Franklín er einnig á meðal keppenda í mótinu en hann komst inn í mótið þrátt fyrir að vera ekki með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Haraldur lék fyrsta hringinn á 2 höggum yfir pari og er jafn í 67. sæti þegar fréttin er skrifuð. Hann þarf að leika vel á morgun til þess að komast áfram en um 70 efstu kylfingarnir halda áfram að tveimur hringjum loknum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Haraldur Franklín Magnús.

Ísak Jasonarson
[email protected]