Fréttir

Að færa áhorfendastæðin utar gekk vel -  Hvað gera mótshaldarar í Ryder bikarnum núna?
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 26. september 2023 kl. 13:55

Að færa áhorfendastæðin utar gekk vel - Hvað gera mótshaldarar í Ryder bikarnum núna?

Mótshaldarar í Ryder bikarnum gera ýmislegt sem gæti komið þeirra liði „að liði“. Í keppninni á Le National í París 2018 færðu þeir t.d. aðgengi áhorfenda lengra frá brautunum. Sú ákvörðun reyndist góð því löngu upphafshögg Bandaríkjamanna sem ekki hittu braut enduðu þá í þykkum karga í stað þess að enda á svæði sem áhorfendur voru búnir að traðka niður. 

Hér í þessu myndskeiði er það sýnt. En hvað ætla Evrópumenn að gera núna sem þeirra menn gætu hagnast á í Ryder bikarnum á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu?