Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Adam og Heiður klúbbmeistarar GVS 2020
Klúbbmeistarar GVS 2020. Mynd: Facebook síða GVS.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 29. júní 2020 kl. 08:00

Adam og Heiður klúbbmeistarar GVS 2020

Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar árið 2020 fór fram dagana 25.-28. júní. Alls tóku 40 kylfingar þátt í mótinu og voru það þau Adam Örn Stefánsson og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir sem fögnuðu klúbbmeistaratitli.

Í karlaflokki háðu þeir Adam Örn og Jóhann Sigurðsson harða baráttu um sigurinn. Þegar sex holur voru eftir af lokahringnum var Jóhann með tveggja högga forystu en Adam tókst að snúa þessu sér í vil á lokasprettinum og fagnaði eins höggs sigri.

Í kvennaflokki var ekki jafn mikil spenna en Heiður lék jafnt og flott golf síðustu þrjá hringina og varð að lokum 27 höggum á undan Sigurdísi Reynisdóttur sem varð önnur.

Lokastöðu allra flokka má sjá hér fyrir neðan:

Meistaraflokkur karla:

1. Adam Örn Stefánsson, +26
2. Jóhann Sigurðsson, +27

Meistaraflokkur kvenna:

1. Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, +32
2. Sigurdís Reynisdóttir, +59
3. Guðrún Egilsdóttir, +91

1. flokkur karla:

1. Sverrir Birgisson, +30
2. Gunnlaugur Atli Kristinsson, +31
3. Húbert Ágústsson, +46

2. flokkur karla:

1. Sigurður J. Hallbjörnsson, +69
2. Sveinn Ingvar Hilmarsson, +79
3. Úlfar Gíslason, +80

3. flokkur karla:

1. Eymar Gíslason, +88
2. Daníel Cochran Jónsson, +102
3. Alberg Ómar Guðbrandsson, +110

4. flokkur karla: 

1. Ómar Atlason, 84 punktar
2. Svavar Jóhansson, 65 punktar

Öldungaflokkur kvenna:

1. Hrefna Halldórsdóttir, 114 punktar
2. Jóhanna Halldórsdóttir, 68 punktar

Kvennaflokkur:

1. Sara Yvonne Ingþórsdóttir, 143 punktar
2. Hildur Hafsteinsdóttir, 128 punktar
3. Magdalena Wojtas, 108 punktar
4. Elín Guðjónsdóttir, 100 punktar

Öldungaflokkur karla:

1. Jóhann Sigurbergsson, +26
2. Guðbjörn Ólafsson, +39
3. Axel Þórir Alfreðsson, +54