Fréttir

Aftur fær Choi boð á PGA mótaröðina
Hosung Choi.
Laugardagur 20. apríl 2019 kl. 15:42

Aftur fær Choi boð á PGA mótaröðina

Í annað skiptið á tímabilinu fær Hosung Choi boð í mót á PGA mótaröðinni. Choi, sem lék í febrúar á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu, verður með í júlí þegar John Deere Classic mótið fer fram.

Suður-Kóreubúinn Choi er í 226. sæti heimslistans og hefur gert það gott á japönsku mótaröðinni undanfarin ár. Hann er hvað frægastur fyrir einstaka tækni og komst í fréttirnar í fyrra þegar myndbönd af sveiflunni hans fóru sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

@choi_hosung is back. He's received a sponsor exemption to play in the @johndeereclassic.

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on

Boð Choi á mót á PGA mótaröðinni hafa farið misvel í kylfinga á mótaröðinni. Rory McIlroy er einn þeirra sem tjáði sig um boð Choi á Pebble Beach mótið og taldi hann ekki réttlátt að Choi tæki sæti af öðrum kylfingum sem væru með takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni. Hvað sem því líður verður fróðlegt að fylgjast með John Deere Classic mótinu í júlí þar sem Choi reynir að komast í fyrsta skiptið í gegnum niðurskurðinn á þessari sterkustu mótaröð heims.

Ísak Jasonarson
[email protected]