Fréttir

Amanda og Daníel Íslandsmeistarar í flokki 19-21 árs
Anna Júlí, Amanda og Erla Marý. Mynd: [email protected]
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 19. ágúst 2019 kl. 08:59

Amanda og Daníel Íslandsmeistarar í flokki 19-21 árs

Íslandsmót unglinga í höggleik lauk í gær á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Keppt var í átta flokkum, fjórum stelpuflokkum og fjórum strákaflokkum.

Í flokki 19-21 árs voru það þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, og Daníel Ísak Steinarsson, GK, sem fögnuðu sigri.

Fyrir lokadaginn var Amanda með sex högga forystu Önnu Júlíu Ólafsdóttur, GKG. Amanda lék flott golf á lokadeginum og átti besta hring mótsins í þessum flokki, 77 högg. Sigur hennar var því nokkuð öruggur að lokum.

Úrslit í fokki 19-21 kvk:

1 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD +25 78 83 77
2 Anna Júlía Ólafsdóttir GKG +39 83 84 85
3 Erla Marý Sigurpálsdóttir GFB +55 92 94 82


Sverrir, Daníel Ísak og Lárus Garðar

Fyrir lokadaginn hjá strákunum í flokki 19-21 var Sverrir Haraldsson, GM, með forystu á tveimur höggum yfir pari. Einu höggi á eftir var Daníel Steinar. Á meðan Sverrir náði sér ekki á strik í gær lék Daníel á alls oddi og kom í hús á 69 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Sigur Daníels var því nokkuð öruggur að lokum, eða sjö högg. Sverrir hafnaði í öðru sæti og Lárus Garðar Long, GV, endaði í þriðja sæti.

Úrslit í flokki 19-21 kk:

1 Daníel Ísak Steinarsson GK +1 75 70 69
2 Sverrir Haraldsson GM +8 73 71 77
3 Lárus Garðar Long GV +18 76 79 76
4 Hilmar Snær Örvarsson GKG +20 73 76 84
5 Róbert Smári Jónsson GS +22 81 81 73