Örninn 21 járn
Örninn 21 járn

Fréttir

Andri og Axel mæta til leiks í Svíþjóð á morgun
Axel Bóasson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 3. maí 2021 kl. 16:27

Andri og Axel mæta til leiks í Svíþjóð á morgun

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson og Axel Bóasson hefja leik á morgun á Lindbytvätten Grand Opening mótinu en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Leikið er á Ekerum vellinum í Svíþjóð.

Þetta er þriðja mót tímabilsins hjá Andra Þór en fyrstu tvö mótinu fóru fram á Spáni í apríl. Axel er aftur á móti að leika í sínu fyrsta móti á árinu.

Sólning
Sólning

Þeir félagar eru saman í ráshóp á morgun og með þeim er Svíinn Jonas Gullberg. Þeir hefja leik klukkan 14:00 að staðartíma, sem er 12:00 að íslenskum tíma og hefja þeir leik á fyrstu holu.

Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hérna.


Andri Þór Björnsson.

Örninn járn 21
Örninn járn 21