Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Andri Þór lék á 66 höggum á Opna Klaka mótinu
Andri Þór Björnsson.
Sunnudagur 16. september 2018 kl. 11:23

Andri Þór lék á 66 höggum á Opna Klaka mótinu

Opna Klaki mótið fór fram á Korpúlfsstöðum þann 15. september við ágætar aðstæður. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor. Leikið var á Sjónum og Ánni. 

Atvinnukylfingurinn Andri Þór Björnsson lék best í mótinu en hann kom inn á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Andri er nýkominn heim frá Danmörku þar sem hann endaði í 16. sæti á Nordic Golf mótaröðinni og er nokkuð heitur um þessar mundir.


Skorkort Andra í mótinu.

Helstu úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Punktakeppni:

1.sæti: Júlíana Jónsdóttir GB 40 punktar (Betri síðustu 6)
2.sæti: Friðrik Friðriksson GSE 40 punktar (Betri á seinni 9)
3.sæti: Ingi Þór Hermannsson GO 40 punktar
4.sæti: Frans Páll Sigurðsson GK 39 punktar
5.sæti:  Eiríkur Ólafsson GB 38 punktar

Besta skor: Andri Þór Björnsson 66 högg (-6)

Nándarverðlaun:

3.braut: Eysteinn Jónsson 4,2 m
6.braut: Bjarni Þór Lúðvíksson 17 cm
9.braut: Ólafur Már Ólafsson 1,22 m
13.braut: Siggeir Vilhjálmsson 1,23 m
17.braut: Bragi Jónsson 4,37 m

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)