Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Andri Þór með flott mót í Þýskalandi
Andri Þór lék vel í Þýskalandi.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 12. september 2021 kl. 13:07

Andri Þór með flott mót í Þýskalandi

Andri Þór Björnsson lék í dag fjórða og síðasta hringinn á Big Green Egg mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu.

Síðast hringurinn var sá besti hjá Andra. Hann lék fyrstu þrjá hringina á pari en lék hring dagsins á einu höggi undir og endaði því samtals á höggi undir pari í mótinu.

Spánverjinn Angel Hidalgo sigraði á mótinu en hann lék samtals á 12 höggum undir pari og endaði tveimur höggum á undan næstu mönnum.

Skorkort Andra í mótinu:

Lokastaðan í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21