Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Andri Þór og Ólafur Björn leika á Áskorendamótaröðinni
Ólafur Björn Loftsson. Mynd: [email protected]
Föstudagur 11. ágúst 2017 kl. 07:00

Andri Þór og Ólafur Björn leika á Áskorendamótaröðinni

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson (GR) og Ólafur Björn Loftsson (GKG) öðluðust á dögunum þátttökurétt á Viking Challenge mótinu sem fer fram á Áskorendamótaröðinni í golfi dagana 17.-20. ágúst. Mótið verður það fyrsta hjá þeim á þessari mótaröð en þeir hafa báðir leikið á Nordic Golf mótaröðinni í ár, sem er í neðri styrkleikaflokki.

Andri Þór og Ólafur Björn tóku þátt í úrtökumóti fyrir Viking Challenge þar sem fimm efstu kylfingarnir fengu sæti í mótinu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Ólafur Björn lék á einu höggi undir pari og varð jafn tveimur kylfingum í efsta sæti. Andri Þór lék á höggi yfir pari og varð jafn einum kylfingi í fjórða sæti og komust þeir því báðir áfram.

Haraldur Franklín Magnús (GR) tók einnig þátt í úrtökumótinu en endaði ekki meðal fimm efstu.

Viking Challenge mótið fer fram hjá Miklagard golfklúbbnum í Noregi og er sem fyrr segir hluti af Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson gæti einnig komist inn í mótið en hann er á biðlista.


Andri Þór Björnsson.

Ísak Jasonarson
[email protected]