Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Aron Emil endaði í 3. sæti á Tulip Challenge
Aron Emil Gunnarsson. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 22. október 2019 kl. 20:00

Aron Emil endaði í 3. sæti á Tulip Challenge

Aron Emil Gunnarsson GOS endaði í 3. sæti í sínum flokki á Tulip Challenge unglingamótinu sem fór fram í Hollandi dagana 18.-20. október.

Aron var einn sex íslenskra kylfinga sem tóku þátt í mótinu en mótið var hluti af Global Junior Golf mótaröðinni sem hefur meðal annars verið haldið hér á landi.

Aron lék hringina þrjá í mótinu samtals á höggi yfir pari og varð í 3. sæti í flokki 18 ára og yngri. Aron endaði höggi á eftir Florian Benner sem varð annar og sjö höggum á eftir heimamanninum Sjors Den Ambtman sem fagnaði öruggum sigri.


Skorkort Arons í mótinu.

Tómas Hjaltested Eiríksson náði einnig góðum árangri í mótinu en hann endaði í 7. sæti í flokki 18 ára og yngri á 4 höggum yfir pari.

Skor íslenska hópsins var eftirfarandi:

Aron Emil Gunnarsson, 75, 71, 71 högg +1
Tómas Eiríksson Hjaltested, 74, 76, 70 högg, +4
Ingi Þór Ólafson, 79, 75, 75 högg, +13
Jón Gunnarsson, 82, 75, 77 högg, +18
Björn Viktor Viktorsson, 83, 79, 75 högg, +21
Logi Sigurðsson, 77, 82, 79 högg, +22

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21