Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Atvinnukylfingur með aðeins sjö fingur ætlar sér í fremstu röð
Glauert fæddist með þumalfingur og litla fingur á hægri hönd en aðra fingur vantar. Þrátt fyrir það hefur honum tekist að komast í fremstu röð og hann slær 270 metra upphafshögg án vandræða. Mynd/golfsupport.nl
Miðvikudagur 3. júlí 2013 kl. 08:30

Atvinnukylfingur með aðeins sjö fingur ætlar sér í fremstu röð

Max Glauert er þýskur atvinnukylfingur sem hefur vakið nokkra athygli fyrir árangur sinn í ljósi þess að hann er aðeins með tvo fingur á hægri hendi.

Max Glauert er þýskur atvinnukylfingur sem hefur vakið nokkra athygli fyrir árangur sinn í ljósi þess að hann er aðeins með tvo fingur á hægri hendi. Sérstaða Glauert er ekki það áberandi að hann segir sjálfur að fæstir taki eftir því að hann sé aðeins með tvo fingur á hægri.

„Þegar ég var áhugamaður voru margir sem léku með mér og tóku allt í einu eftir þessu þegar langt var liðið á hringinn,“ segir Glauert í samtali við breska dagblaðið Daily Mail. 

Örninn 2025
Örninn 2025

Glauert fæddist með þumalfingur og litla fingur á hægri hönd en aðra fingur vantar. Þrátt fyrir það hefur honum tekist að komast í fremstu röð og hann slær 270 metra upphafshögg án vandræða. Og hann er í 55. sæti á styrkleikalista Áskorendamótaraðarinnar sem er næst sterkasta mótaröð Evrópu. Glauert er fæddur árið 1985 og er því 28 ára gamall. Hann hávaxinn og kraftmikill eða rétt um 1.94 m. á hæð og 94 kg.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2009 og var þá með +4 í forgjöf.  

„Ég hef trú á því að ég geti sigrað á móti á Evrópumótaröðinni. Ég er raunsær, og ég veit að ég slæ stundum ömurleg högg, og það gera allir kylfingar, en ég er ekki langt frá því að komast í hóp 50 efstu,“ sagði Glauert sem hóf að leika golf 12 ára gamall eftir að hafa æft ýmsar aðrar íþróttir fram að þeim tíma.  

„Þjálfarinn minn sýndi mér hvernig ég ætti að halda á kylfunni og það var ekkert mál. Ég hef aldrei litið á það sem fötlun að vera með tvo fingur á hægri og ég beiti öðrum aðferðum til þess að slá golfboltann,“ segir kylfingurinn sem líkir leik sínum við Sergio Garcia frá Spáni. „Ég slæ vel en á stundum í erfiðleikum með púttin.“