Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Axel kominn í undanúrslit eftir bráðabana
Axel Bóasson.
Föstudagur 30. júní 2017 kl. 17:23

Axel kominn í undanúrslit eftir bráðabana

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson (GK) komst í dag í undanúrslit á SM Match mótinu sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni eftir frábæran sigur gegn Jacob Lauridsen í 8-manna úrslitum. Leikið er í Svíþjóð hjá Ullna golfklúbbnum.

Axel lék tvo leiki í dag og hafði betur í þeim báðum. Í fyrri leiknum (16-manna úrslitum) lék Axel gegn Jonas Haglund. Sigurinn var aldrei í hættu hjá Keilismanninum og vann hann að lokum 5/4.

Örninn 2025
Örninn 2025

Í 8-manna úrslitum mætti Axel danska kylfingnum Jacob Pingel Lauridsen. Lauridsen var með yfirhöndina lengst af í leiknum en Axel náði að jafna og þurftu þeir að fara í bráðabana um sigur í leiknum. Þar gerði Axel sér lítið fyrir og fékk fugl og þar með var sætið í undanúrslitunum tryggt.

„Ég sló frábært upphafshögg og átti svo um 170 metra eftir, en holan er par 5. Þaðan sló ég 8 járnið upp að stöng og þurfti aðeins að tvípútta vegna þess að hann var búinn að missa fuglinn,“ sagði Axel eftir leikinn.

Axel leikur gegn Victor Osterby í undanúrslitaleiknum sem hefst klukkan 8:10 að staðartíma á laugardaginn. Úrslitaleikur mótsins fer fram eftir hádegi sama dag.

Hér er hægt að sjá úrslit leikjanna.

Ísak Jasonarson
[email protected]