Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Gunnlaugur valinn í tólf manna alþjóðaliðið á Arnold Palmer Cup
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 30. apríl 2025 kl. 15:27

Gunnlaugur valinn í tólf manna alþjóðaliðið á Arnold Palmer Cup

Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að stimpla sig inn í heimi áhugamanna en hann var valinn í 12 manna alþjóðalið sem keppir við Bandaríkjamenn á Arnold Palmer Cup, sterkasta áhugamannamóti heims.

Leikið verður á Congaree golfvellinum í Suður-Karólínu 5.-7. júní og er leikfyrirkomulagið eins og í Ryder og Solheim keppnunum.

Í frétt á golf.is kemur fram að um sé að ræða sterkasta áhugamannamót heims en það gefur 1000 stig í styrkleika af 1000 mögulegum - á heimslita áhugamanna.

Örninn 2025
Örninn 2025

Margir þekktir kylfingar sem nú eru orðnir atvinnumenn hafa leikið á mótinu, m.a. Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler. Gunnlaugur er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær þátttökuboð. Valið er úr hópi kylfinga sem leika á háskólamótaröðinni í Bandaríkjunum.

Gulli hefur staðið sig mjög vel í háskólagolfinu í Bandaríkjunum en hann er tvítugur að aldri. Hann hefur sigrað á einu móti og verið meðal sex efstu í sex af ellefu mótum á keppnistíðinni. Hann er í 41. sæti heimslisa áhugamanna og í 21. sæti á stigalista háskólakylfinga í Bandaríkjunum. Efsti kylfingurinn á stigamótaröðinni fær þátttökurétt á PGA mótaröðinni en annar tveggja sem hafa náð því er Svínn Ludvig Åberg en hann náði því árið 2023.