Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Hamarsvöllur í Borgarnesi fyrr á ferðinni og hefur opnað
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 30. apríl 2025 kl. 10:27

Hamarsvöllur í Borgarnesi fyrr á ferðinni og hefur opnað

Hamarsvöllur opnar í dag miðvikudaginn 30 apríl. Völlurinn kemur mjög vel undan vetri og hafa félagar GB nú þegar verið að leika Hamarsvöll í viku og láta vel af. Hamarsvöllur og Hótel Hamar bjóða kylfingum uppá einstaka upplifun hérna á Íslandi þar sem svæðið er eitt af fáum „golf resortum“ á Íslandi.

„Mér finnst völlurinn koma rosalega vel undan vetri, og er ég í raun hissa hvað hann er komin snemma í sumargír. Mín upplifun hefur alltaf verið sú að Hamarsvöllur sé viku til tvem á eftir völlunum hérna í kring, en veturinn var okkur mildur og það er að skila sér í snemmbúinni opnun. Ég hlakka til að taka á móti kylfingum í sumar á okkar fallega svæði,“ segir Bjarki Pétursson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness.

Í tilefni af opnuninni ætlar Hótel Hamar að bjóða upp á 20% afslátt af gistingu til og með 19. maí.

Örninn 2025
Örninn 2025