Axel og Arnar fara vel af stað
Góð skor ættu að líta dagsins ljós á Hólmsvelli í Leiru í dag enda eru veðuraðstæður allar hinar bestu. Axel Bóasson úr Keili, sem er líklegur til afreka í mótinu, hefur farið vel af stað í morgun. Hann er á þremur höggum undir pari eftir sex holur. Axel sigraði í Sleggjunni, keppni um högglengsta kylfing landsins, í gær og ætti högglengd Axels að nýtast honum vel í mótinu.
Arnar Sigurbjörnsson úr GKJ er einnig á þremur höggum undir pari eftir tólf holur. Hann hóf leik með miklum látum og fékk örn á fyrstu holu. Búist er við að fyrstu kylfingar komi í hús upp úr ellefu en ræsingu lýkur kl. 14:50 og eru það konurnar sem fara síðastar út í dag.
Hægt er að fylgjast með gangi mála með að smella hér.