Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Dagbjartur og Gunnlagur keppa á lokamóti fyrir Opna bandaríska
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 14. maí 2025 kl. 16:20

Dagbjartur og Gunnlagur keppa á lokamóti fyrir Opna bandaríska

Dagbjartur Sigurbrandsson, kylfingur úr GR tryggði sér sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir Opna bandaríska mótið, U.S. Open, eitt af risamótunum fjórum, eftir góða frammistöðu í undankeppni. Þar tryggði Dagbjartur sér þátttökurétt eftir umspil en hann lék 18 holurnar á 69 höggum. 

Undankeppnin fór fram á Gateway National Golf Links vellinum í Illinois þar sem 120 kylfingar kepptu um sex laus sæti.

Dagbjartur lék á 69 höggum, tveimur undir pari og endaði í bráðabana gegn fjórum öðrum kylfingum, þar sem aðeins tvö laus sæti voru í boði. Okkar maður stóð sig vel í bráðabananum og náði í gegn og verður meðal þátttakenda á lokamótinu sem verður 19. maí eða 2. júní. Bráðabaninn var æsispennandi og fór fram seint um kvöld, nánast í myrkri, en Dagbjartur stóðst raunina og tryggði sér áfram eftir þriggja holu leik.

Örninn 2025
Örninn 2025

Aðrir íslenskir kylfingar sem reyndu fyrir sér á úrtökumótinu voru Andri Þór Björnsson og Tómas Eiríksson Hjaltested, en þeir komust ekki áfram.

Lokastaðan í úrtökumótinu sem Dagbjartur lék í.

Opna bandaríska fer fram um miðjan júní á á hinum fræga Oakmont Country Club.

Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur þegar tryggt sér sæti á lokastiginu þar sem hann er meðal 50 efstu áhugakylfinga heims. Þeir félagarnir stefna báðir á að komast inn á risamótið. Enginn íslenskur karlkylfingur hefur leikið á Opna bandaríska. Skagakonan Valdís Þóra lék á kvennamótinu fyrir nokkrum árum.