Fréttir

Batakveðjur streyma til Woods
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 24. febrúar 2021 kl. 08:32

Batakveðjur streyma til Woods

Einn besti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, lenti í alvarlegu bílslysi á þriðjudaginn. Í kjölfarið þurfti hann að fara í aðgerð vegna meiðsla á fótum en hann gat ekki staðið í fæturna eftir áreksturinn.

Tiger var einn í bílnum þegar hann lenti í árekstri, fór út af veginum og endaði á hvolfi. Klippa þurfti hurðina af bílnum til að ná kylfingnum út.

Fjölmargir íþróttamenn sem og fleiri þekkt nöfn hafa nýtt tækifærið til að senda Woods batakveðjur. Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim: