Fréttir

Berglind +16 eftir tvo hringi
Berglind Björnsdóttir. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 16. janúar 2020 kl. 20:06

Berglind +16 eftir tvo hringi

Berglind Björnsdóttir lék í dag annan hringinn á fyrsta stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð kvenna. Leikið er á La Manga svæðinu á Spáni og er leikið á tveimur völlum, Norður- og Suðurvellinum

Berglind lék á Suðurvellinum á fyrsta keppnisdegi og lék þá á 81 höggi. Í dag lék hún á Norðurvellinum og hóf leik á fyrsta teig. Að þessu sinni kom hún inn á 79 höggum og var því aftur á 8 höggum yfir pari.

Á hring dagsins fékk Berglind alls sex skolla og einn tvöfaldan skolla en hún hefur ekki enn fengið fugl í mótinu.


Skorkort Berglindar í mótinu.

Eftir annan daginn er Berglind í 111. sæti og þarf því að vinna sig upp um 50 sæti til þess að komast áfram að fjórum hringjum loknum þegar 60 kylfingar halda áfram á lokamótið.

Hin sænska Emelie Borggren frá Svíþjóð er í forystu í mótinu á 5 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Tengdar fréttir:

Óþarfi fyrir Valdísi að fara í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina